Viator ehf

Um Viator

Þar sem sumarhúsið þitt er í góðum höndum!

Viator var stofnað árið 2002 af Bjarnheiði Hallsdóttur ferðamálafræðingi og Pétri Óskarssyni rekstrarhagfræðingi. Fram að þeim tíma var sumarhúsamiðlunin rekin sem hluti af starfsemi Katla Travel GmbH í Þýskalandi (sem einnig er í eigu Bjarnheiðar og Péturs) en vegna aukinna umsvifa var ákveðið að stofna íslenskt hlutafélag um hluta starfseminar.

Í Katla Travel samstæðunni eru fjögur félög:

  • Katla Travel GmbH, sem sérhæfir sig í markaðs- og sölustarfsemi fyrir einstaklingsferðir í Þýskalandi og er með aðsetur í München.
  • Viator Summerhouses GmbH sem sér um miðlun gistingar í sumarhúsum undir www.viator.is með aðsetur í München.
  • Katla DMI ehf., sem sér um skipulagningu hóp- og einstaklingsferða á Íslandi.
  • Sumarhúsamiðlunin Viator ehf. sem veitir þjónustu til sumarhúsaeigenda á Íslandi.

Tvö síðastnefndu fyrirtækin eru með aðsetur á Grensásvegi 5, 108 Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækjanna fjögurra eru nú um 20 talsins.

Markmið Viator er að gefa sumarhúsaeigendum tækifæri til þess að hafa tekjur af eignum sínum meðan þær eru ekki í notkun á löglegan hátt og um leið að bjóða erlendum ferðamönnum uppá skemmtilegan og fjölskylduvænan gistimöguleika á ferðalagi sínu um landið. Í dag eru um 250 sumarhúsaeigendur sem nýta sér þjónustu Viator og fer sá fjöldi ört vaxandi. Fyrirtækið er það elsta sinnar tegundar á íslandsferðamarkaðnum í miðevrópu og það eina sem miðlar eingöngu sumarhúsum til erlendra ferðamanna. Sem frumkvöðull í miðlun sumarhúsa á íslandi til erlendra ferðamanna hefur Viator alla tíð lagt áherslu á gott samtal og samstarf við yfirvöld og hagsmunaaðila á Íslandi um starfsemina.

Helstu kostir samstarfs við Viator

  1. Þú getur haft góðar tekjur af annars lítið nýttu sumarhúsi.
  2. Ráðgjafi okkar er þér innan handar við undirbúning útleigu.
  3. Þú þarft ekki að hætta að nota húsið þitt. Þú ákveður hvaða vikur þú vilt hafa eignina í útleigu og getur annars notað húsið þitt sjálfur.
  4. Viator sér alfarið um alla þjónustu og öll samskipti við gestinn, þú þarft ekkert að gera.
  5. Viator sér alfarið um að gengið sé vel um húsið, þú þarft ekki að þrífa eða taka til eftir hverja útleigu.
  6. Viator sér um að markaðssetja eignina.

info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland