Viator ehf

Hlutverk og skyldur Viator gagnvart sumarhúsaeigendum

Útleiga til gesta

Viator leggur áherslu á að veita tilvonandi gestum skýrar upplýsingar um umgengni í sumarhúsinu og býður jafnframt gestum að hringja í Þjónustusíma Viator ef þörf er á.

Samningur Viator við sumarhúsaeigenda

Við upphaf leigu er gerður skriflegur samningur, samkomulag um leigumiðlun, á milli Viator og sumarhúsaeigenda þar sem fram koma ýtarlegar upplýsingar um það sem innifalið er í leigu.

Kynning

Viator er í samvinnu við rúmlega 30 ferðaheildsölufyrirtæki í Evrópu. Viator mun sjá til þess að húsið þitt verði kynnt með texta, og e.t.v. mynd í sölukerfum þessara fyrirtækja (ferðabæklingar og/eða vefsíður). Einnig leggur Viator mikla áherslu á markaðssetningu eigin vefsíðu www.viatis.is á veraldarvefnum, með sérstaka áherslu á finnanleika á leitarvélum en ekki síður upplifun notenda síðunnar. Kostnaður í sambandi við kynninguna, þar með talin skoðun á húsinu þínu, greiðist af Viator.

Greiðslufyrirkomulag

Viator greiðir leigugjald mánaðarins í síðasta lagi 10. dag næsta mánaðar.

Trygging við afbókun

Gerist það að gestur afbóki leigu síðar en 14 dögum fyrir væntanlegan útleigutíma, mun Viator greiða andvirði leigunnar að fullu. Viator áskilur sér þó rétt til þess að leigja húsið öðrum að nýju, hugsanlega með mjög stuttum fyrirvara, og fellur þá niður greiðsla á afturkölluðu bókuninni.

Skaðabætur vegna skemmda

Viator reynir sem framast er unnt að leigja fólki sem gengur vel um og fer vel með eignir samstarfsaðila. Gerist það samt sem áður að gestur valdi skemmdum á sumarhúsi greiðir Viator skaðabætur allt að € 3.000,00 fyrir hvern leigusamning, þó þannig að sjálfsáhætta eiganda er € 150,00 fyrir hvern samning.

Tjón skal tafarlaust tilkynnt eftir að það uppgötvast, annað hvort símleiðis eða með tölvupósti til Viator. Eigi síðar en 21 degi eftir tilkynningu skal senda skriflega skýrslu eða lýsingu á tjóninu til Viator ásamt ljósmyndum eða öðrum sönnunargögnum sem geta verið mikilvæg við innheimtu á skaðabótum. Í einhverjum tilfellum sendir Viator eigin starfsmenn á staðinn til þess að skoða tjón. Ef um tilfinnanlegt tjón er að ræða getur Viator og/eða húseigandi kallað til lögreglu til skýrslugerðar.

Tilkynning um tjón til Viator kemur EKKI í staðinn fyrir tilkynningu til eigin tryggingafélags. Skaðabætur greiðast í samræmi við almennar reglur um vátryggingar. Viator greiðir skaðabætur að því tilskyldu að leigutaki eða trygging hans eða önnur trygging greiði ekki tjónið og gegn skýrslu um kostnað fyrir viðgerðir og/eða endurnýjun hluta og gegn yfirlýsingu um að þín eigin vátrygging greiði ekki tjónið.

Verðtímabil

Viator er með þrjú verðtímabil. Bæði útsöluverð og verð til eigenda er 20% lægra á veturna en á sumrin og 10% lægra á haustin.


info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland