Viator ehf

Húsið undirbúið fyrir útleigu

Áður en hver leigusamningur tekur gildi þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt:

  • Húsið sé í góðu standi og hreint.
  • Allar rúður skulu vera heilar.
  • Lásar og lyklar skulu vera í lagi.
  • Að allir rafmagnstenglar/dósir séu heilir og vel festir.
  • Reykskynjarar séu í lagi.
  • Auka batterí í reykskynjara séu í húsinu og auðvelt að finna þau.
  • Auka ljósaperur séu í húsinu og auðvelt að finna þær.
  • Innanstokksmunir og áhöld þurfa að vera í lagi, þar með talin rafmagnsáhöld, o.s.frv.
  • Sérstaklega skal bent á að sængur og kodda þarf að þvo eða láta hreinsa á hverju ári.
  • Sé heitur pottur við húsið skal hann vera hreinn og tilbúinn til notkunar.
  • Allsherjarhreingerning á húsinu hafi farið fram áður en fyrstu gestirnir koma í hús.
  • ​Fjarlægja skal allt lauslegt, óþarfa dót utandyra, s.s. byggingarefni, málningardósir og annað þess háttar.
  • Myndir séu nýlegar og gefi góða mynd af húsinu eins og það er á þeim tímapunkti.

info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland