Það eru ótalmargt sem þarf að huga að þegar sumarhús eru leigð út. Það þarf að skrá og markaðssetja húsið, taka við bókunum, greiðslum, taka á móti og sýna gestum húsið, þrífa, svara spurningum, kvörtunum og margt fleira. En þetta þarf ekki allt að vera í þínum höndum! Viator sumarhúsamiðlun gerir allt þetta og miklu meira. Þú aflar því tekna af húsinu þínu en þarft sáralítið að hafa fyrir því.
Fyrirkomulagið er einfalt: Viator stofnar til samstarfs við sumarhúsaeigendur um leigu og miðlun á bústöðum þeirra til erlendra ferðamanna. Samkomulagið er að sjálfsögðu mótað að óskum eigenda og þeim gefinn kostur á að ráðstafa húsinu og taka frá vikur fyrir sig áður en það fer í almenna leigu. Undanfarinn áratug hefur Viator byggt upp mikla reynslu í miðlun sumarhúsa og býður upp á skilvirkt þjónustu- og eftirlitskerfi sem hentar jafnt sumarhúsaeigendum sem og erlendum gestum. Nýr og skýrari lagarammi á íslandi um útleigu einstaklinga á eigin húsnæði í allt að 90 daga á ári gerir samstarf húseigenda sem velja þá leið við Viator ennþá einfaldari.
Löng reynsla og skilvirkt fyrirkomulag tryggir öryggi í útleigu fyrir sumarhúsaeigandann og fyrir vikið þarf hann lítið sem ekkert að hafa fyrir útleigunni, þ.e.a.s. hann þarf ekki að sinna húsinu eða gestum sjálfur, hvorki á meðan á útleigu stendur né eftir hverja útleigu.