Viator ehf

Hlutverk og skyldur erlendra gesta

Viator lítur svo á að leigutakinn sé sameiginlegur gestur húseigenda og fyrirtækisins. Það eru því sameiginlegir hagsmunir beggja að dvöl hans á Íslandi og í sumarhúsum Viator sé sem ánægjulegust.

Ekki fleira fólk en samið er um

Í húsinu mega ekki dvelja fleiri en samið hefur verið um við leigusalann (börn 0-3 ára ekki talin með). Eigandinn hefur rétt til að vísa á brott fólki sem umfram er sé þessari reglu ekki fylgt.

Þrif

Að leigutíma loknum er það skylda leigutakans að þrífa húsið og að skila því í sama ástandi og það var þegar hann tók við því. Ef ekki er gengið vel um húsið og því ekki skilað hreinu skal næsti leigutaki á eftir tilkynna það til Viator tafarlaust. Það er skylda Viator að gera öllum leigutökum ljóst að þeim beri að þrífa húsið eftir sig.

Vanefndir af hálfu gesta

Ef gestur á einhvern hátt stendur ekki við leigusamning eða fylgir ekki húsreglum er hægt að krefjast þess að allur kostnaður tengdur vanefndum falli á viðkomandi.

Gestir skuldbinda sig til að fylgja þeim umgengnisreglum sem þeir fá frá Viator. Árekstrar við gesti eru afar fáheyrðir.


info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland