Viator ehf

Tekjur af leigu sumarhúsa

Samstarf við Viator gefur sumarhúsaeigendum tækifæri til þess að hafa tekjur af eignum sínum meðan þær stæðu annars ónotaðar. Þannig er á einfaldan, löglegan og þægilegan hátt hægt að fjármagna rekstur sumarhússins og/eða bættan aðbúnað.

Leigutekjur

Leiguverð fyrir sumarbústað er sameiginleg ákvörðun eigenda og Viator. Það eru mörg atriði sem koma til athugunar þegar verð er ákvarðað, þau helstu eru:

  • stærð húss
  • fjöldi mögulegra gesta
  • aðbúnaður húss
  • staðsetning og nánasta umhverfi

Ákveðin markaðsverð eru í gangi og við ráðleggjum um verð þannig að það sé samkeppnishæft miðað við aðra bústaði á svæðinu með teknu tilliti til aðbúnaðs, staðsetningar o.s.frv.

Verðtímabil

Viator skiptir árinu í þrjú verðtímabil og er greitt 20% lægra verð á veturna en á sumrin og 10% lægra á haustin og vorin.

Ráðgjöf

Starfsmenn Viator veita sumarhúsaeigendum ráðgjöf varðandi verðlagningu og aðbúnað eigna þeim að kostnaðarlausu.

Skattar

Eins og lesa má á vefsíðu ríkisskattstjóra þarf ekki að skrá sig á VSK-Skrá ef að vænta má að leigutekjur fari ekki yfir 2.000.000 á ári og ekki þarf að innheimta gistináttaskatt fari starfsemin ekki út fyrir þann ramma. Sumarhúsaeigendur greiða lögbundinn fjármagnstekjuskatt af leigutekjum eins og hann er á hverjum tíma. Sjá nánar á vefsíðu Ríkisskattstjóra.

Skráning skv. 90 daga reglu

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu sér um að halda utanum skráningu á eignum einstaklinga, Viator leggur áherslu á að sumarhúsaeigendur kynni sér reglur um heimagistingu (90 daga reglan) og skrái sínar eignir þar. Leiga umfram 90 daga á ári krefst starfs- og rekstrarleyfis og telst þá vera um atvinnustarfsemi að ræða. https://www.syslumenn.is/thjonusta/leyfi-og-loggildingar/heimagisting/


info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland