Viator ehf

Þannig byrjar samstarfið

Frá því að sumarhúsaeigandi setur sig í samband við Viator líða yfirleitt ekki nema nokkrir dagar þangað til húsið er komið í sölu á heimasíðu fyrirtækisins og hjá erlendum söluaðilum.

Ferlið er einfalt og fljótlegt:

Hafðu samband

Hafðu samband við Viator (info@viator.is eða í síma 544 8990). Strax í upphafi þarf að veita sem ítarlegastar upplýsingar um húsið, eins og staðsetningu, stærð, aðbúnað ofl. Viator sendir þér skýrslu sem fylla þarf út auk þess sem æskilegt er að myndir af húsinu að innan og utan fylgi með. Við reynum alltaf að senda starfsmann til að skoða húsið sem fyrst eftir að sumarhúsaeigendur hafa óskað eftir samstarfi. Oft er þó ekki hægt að koma því í kring fyrr en eftir að húsið er komið inn í sölukerfi fyrirtækisins. Það er því afskaplega mikilvægt að allar upplýsingar sem koma frá eigendum séu sem nákvæmastar.

Ákvörðun um leiguverð

Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir veitir Viator ráðgjöf um leiguverð á eigninni. Leiguverð er meðal annars metið út frá aðbúnaði og staðsetningu hússins og þannig reynt að tryggja að samræmi sé á milli sambærilegra eigna á svæðinu.

Húsið fer í leigu

Ef þú ákveður að stofna til samstarfs við Viator færðu senda samninga til undirritunar eða þú getur bókað viðtal hjá ráðgjafa okkar, Bryndísi Bergmann. Þegar samningur hefur verið undirritaður fer húsið strax í leigu hjá Viator www.viator.is og um leið færðu aðgang að bókunarkerfinu okkar og getur fylgst með bókunarstöðu.

Kostnaðarlaus skráning

Skráning hjá Viator er sumarhúsaeigendum alfarið að kostnaðarlausu. Viator gefur þó sumarhúsaeigendum kost á að fá atvinnuljósmyndara til að taka ljósmyndir af eigninni gegn sanngjörnu gjaldi. Einnig mælum við með því að eigendur fjárfesti í lyklaboxi til þess að koma í veg fyrir að lyklar týnist og vanti þegar gestir koma að húsinu. Það gjald er dregið frá tekjum fyrstu útleigu. Þau hús sem ekki eru staðsett í þéttbýli þurfa að vera með öryggisnúmer frá Landssambandi sumarbústaðaeigenda og veldur það einhverjum aukakostnaði.


info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland