Viator ehf

Þjónustu- og eftirlitskerfi

Viator leggur höfuðáherslu á að tryggja sem allra besta umgengni um þau sumarhús sem fyrirtækið hefur til útleigu. Í gegnum árin hefur því verið byggt upp skilvirkt þjónustu- og eftirlitskerfi sem er ætlað að tryggja ánægju eigenda sem og erlendra gesta.

Þjónusta

Viator býður öllum gestum að hringja í þjónustusíma alla daga frá 08:00-22:00 vanti þá aðstoð eða upplýsingar af einhverju tagi. Starfsfólk Þjónustusíma Viator er þjálfað til að taka á þeim málum sem upp geta komið hjá gestum Viator.

Eftirlit

Sumarhúsaeigendur þurfa ekki að sinna reglubundnu eftirliti með sumarhúsunum á meðan þau eru í útleigu. Eftirlit er í höndum gesta og þeim er skylt að skila húsunum í því ástandi sem þeir tóku við þeim. Allir gestir fá í hendur upplýsingapakka með ítarlegum lista yfir aðbúnað hússins auk upplýsinga um hvernig þrífa skal húsið og ganga frá því við brottför.

Viator útvegar einnig innrammaðan gátlista sem eigendur eru beðnir um að hengja upp á áberandi stað í húsinu.

Ef gestum finnst aðkoman að húsinu ekki í samræmi við gögnin, t.d. ef þrifum eru ábótavant, skemmdir hafa verið unnar eða aðbúnaður ekki í samræmi við lýsingu er honum skylt að láta Viator vita hið fyrsta.

Kvartanir

Ef upp koma kvartanir frá gestum er reynt að bregðast við þeim eins skjótt og auðið er. Ef sýnt þykir að næsti gestur á undan hafi ekki staðið við leigusamning, t.d. hafi ekki lokið við að þrífa eða hafi valdið einhverju tjóni án þess að tilkynna það, ber sá gestur allan tilfallinn kostnað. Ef upp kemur "orð á móti orði" og ekki tekst að leysa vandamálið með hefðbundnum aðferðum (sem er afar sjaldgæft) greiðir Viator þann kostnað sem til kann að falla.

Lín

Sængurföt, handklæði, tuskur og viskustykki fylgja ekki með bústöðunum. Viator býður lín til útleigu en einnig getur gestur komið með sitt eigið. Eigendur bústaða þurfa því ekki að huga að slíku.

Dýrahald

Gestum er ekki heimilt að vera með dýr í sumarhúsum sem leigð eru út á vegum Viator.

Reykingar

Reykingar eru bannaðar í öllum bústöðum sem leigðir eru út á vegum Viator.


info@viator.is
+354 544-8990
Viator ehf
Grensásvegi 5
108 Reykjavík
Ísland